þriðjudagur, 4. maí 2010

Kvikmyndagagnrýni: The Crazies

Ísl.: Klikkæðingarnir
Aðalhlutverk: Timothy Olyphant, Radha Mitchell (úr nágrönnum!) og aðrir ómerkilegri.
Bíó og tímasetning: Háskólabíó, fimmtudagskvöldið klukkan 22:20.
Félagsskapur: Daníel Björnsson, vinur minn úr Háskólanum var í bænum og að því tilefni farið í bíó. Mjög fámennt í salnum, eins og alltaf í Háskólabíói. Róleg stemning.
Saga myndar: Fólk í smábæ í Bandaríkjunum fer að haga sér undarlega með morðtilraunum ýmiskonar. Upphefst snargeðveikur hasar. Flokkast undir hryllingsmynd en er líklega meiri spennumynd með dass af viðbjóði.
Leikur: Timothy Olyphant er alltaf traustur. Allir aðrir standa sig vel.
Annað varðandi mynd: Mín fyrsta hryllingsmynd í mörg ár, þar sem ég þoli þær ekki. Of mikið af bregðuatriðum og lítið af hryllingi, ef það er hægt.
Fróðleikur: Endurgerð frá árinu 1973, sem fær verri dóma á IMDB.
Joe Anderson, sem leikur lögreglumann í myndinni, hefur verið bendlaður við hlutverk Kurt Cobain í mynd sem gera á um hann.
Stjörnugjöf: Mjög óeftirminnileg mynd en þó fín afþreying. Held ég hafi ekki lokað augunum nema 5% myndarinnar, sem telst gott þegar kemur að svona myndum.
2 stjörnur af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.