laugardagur, 24. október 2015

Kapteinn Rútína

Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé einhver minnst spennandi karakter alheimsins. Ég elska rútínu, að leggja mig (í að lágmarki tvo tíma) og mesta spenna sem ég upplifi er þegar ég fer í bíó.

Í vikunni sem leið átti þetta samtal sér stað eftir tveggja tíma lúr eftir vinnu:

Gabriela (kærastan): Dreymdi þig eitthvað?
Ég: Já, mig dreymdi ég væri að vinna og að þú sendir mér skilaboð um að þú værir fyrir utan á bílnum. Ég svaraði að ég væri á leiðinni, stimplaði mig út og fór út í bíl.
Gabriela: Þig dreymdi semsagt nákvæmlega það sem gerðist þegar ég sótti þig í vinnuna áðan?
Ég: Já.

Þegar ég fór svo að sofa síðar um kvöldið dreymdi mig að ég væri að velja nokkra dálka í Excel skjali til að afrita og setja í nýtt skjal.


0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.