mánudagur, 9. mars 2015

Hættur leynast víða

Á morgnana geng ég framhjá stóru útivistarsvæði grunnskóla til að komast í vinnu. Í morgun voru nokkrir 6-7 ára krakkar að hnoða snjóbolta þegar ég gekk framhjá.

Krakki: Hey! Þú! Megum við kasta í þig? Þú mátt kasta í okkur.
Ég: Nei, ekki núna.
Krakki: Allt í lagi. Láttu okkur vita ef þú vilt það.
Ég: Já, takk fyrir að spyrja.

Ég hringdi skömmu síðar í lögregluna og tilkynnti einbeittan brotavilja hjá viðkomandi gengi. Mikið væri gaman ef fólk gæti tekið þessa glæpamenn til fyrirmyndar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.