miðvikudagur, 28. ágúst 2013

Ráð viðskiptafræðingsins

Það er langt síðan ég hef gefið góð ráð varðandi allt mögulegt, hvort sem það tengist viðskiptum eður ei. En ég er viðskiptafræðingur, eins og, skiljanlega, oft hefur komið fram og því heitir þessi partur bloggsins þessu nafni. Þegiði og hlustið á góð ráð!

1. Bíllinn lyktar of vel.
Stundum lykta bílar of vel. Svo vel að fólk heldur að eigandi hans sé of góður með sig til að láta hann lykta illa. Það er auðvelt að breyta þessu. Að gleyma íþróttatösku með notuðum íþróttafötum í bílnum yfir nótt ætti að setja þig á sama stall og vinir þínir hvað lykt varðar. Ég reyndi þetta í nótt með góðum árangri.

2. Of mikill lífsvilji.
Oft er lífsviljinn of mikill hjá fólki, sem verður þá of hresst og mengar allt af ógeðslegri jákvæðni. Ég vil síður verða þannig, svo ég prófaði fyrir næstum tveimur vikum að hætta að borða nammi. Lífsviljinn snarféll og ég er nánast alltaf í vondu skapi í kjölfarið, öllum til mikillar gleði.
Ath. Aukaverkanir gætu orðið betri líkamleg heilsa, hreinni tennur og batnandi fjárhagsstaða.

3. Þig langar að herma (ens.: simulate) tímabilið 2013-2014 í öllum deildum enska fótboltans, eins oft og þú vilt og með möguleika á að breyta styrkleika og nöfnum liða. Helst í Excelskjali.
Þetta er grunsamlega mikil tilviljun: Um daginn setti ég þannig Excel skjal hér, inn á excel.is.

Notið þessi ráð varlega. Það er ekki allra að lifa lífi viðskiptafræðings.

2 ummæli:

  1. Ok nú er orðið svolítið langt síðan ég hef heimsótt þessa mjög svo ágætu síðu og það sem rekur í augun er fullt af barnamyndum, landslagsmyndum og já þú ekki bloggað lengi er þetta an end of an era? #afraid

    SvaraEyða
  2. Ég er í smá pásu á meðan ég legg mig ítrekað.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.