föstudagur, 12. júlí 2013

Monitor viðtal

Ég bý einn og tala oft við sjálfan mig, þó ég sé frekar leiðinlegur. Af hverju ætti ég þá ekki að mega viðtala sjálfan mig?

Í Monitor blaði Morgunblaðsins er iðulega viðtal við einhvern í miðju blaðsins. En aldrei við mig. Ég ætla samt að svara þessum spurningum.

Finnur Torfi á 30 sekúndum

Fyrstu sex
280778

Það sem fékk mig helst til að nenna fram úr rúminu í morgun
Ég þurfti að mæta á fund kl 9:00. Og ég þurfti að pissa.

Það sem veldur mér helst hugarangri þessa stundina
Ég þarf að pissa.

Það fyndnasta sem ég hef séð á netinu
Það er síbreytilegt. Líklega eitthvað sem ég hef heyrt. Þá sennilega smásagan IBrain eftir Brett Gelman.

Æskuátrúnaðargoðið
Skeletor.

KVIKMYNDIR

Myndin sem ég get horft á aftur og aftur
Seven, Memento, Matrix og Contact.

Myndin sem ég væli yfir
Ég get ekki grátið. Ekki opinberlega amk.

Myndin sem ég grenja úr hlátri yfir
Ég hef einu sinni hlegið allan tímann yfir mynd og það var fyrsta myndin af Austin Powers fyrir ca 15 árum síðan.

Uppáhaldsmyndin mín í æsku
The Never Ending Story, þó ég hafi bara séð hana einu sinni og skildi varla neitt í henni.

Versta mynd sem ég hef séð
Greenberg. Því minna sem ég segi um þann viðbjóð, því betra.

TÓNLIST

Lagið í uppáhaldi þessa stundina
Silent Shout með The Knife og Miss it so much með Röyksopp.

Lagið sem kemur mér alltaf í gott skap
Det snurrar i min skalle með Familjen. Sérstaklega myndbandið.

Lagið sem ég fíla í laumi
Þau eru mörg. M.a. Lights með Ellie Goulding.

Lagið sem ég syng í karókí
Ég myndi frekar éta á mér andlitið en að syngja fyrir framan aðra. En ef ég væri ekki félagslega vanskapaður þá myndi ég líklega velja Get off með Dandy Warhols.

Nostalgíulagið
Veridis Quo með Daft Punk.

ANNAÐ

Uppáhaldsmatur
Soðin ýsa með rúgbrauði og feiti.

Maturinn sem ég fæ mér þegar ég ætla að taka mig á
Cheerios.

Versti matur sem ég hef smakkað
Íslenskur þorramatur. Og rækjur.

Líkamsræktin mín
Ræktin 4-5 sinnum í viku. Karfa 1-2 sinnum í viku. Ofbeldisfullt sjálfshatur 7 sinnum í viku.

Stoltasta augnablikið á íþróttaferlinum mínum
Skoraði hvorki fleiri né færri en 14 stig tvisvar með Álftanesi og náði hátt í 7-8 fráköstum í leiðinni. Og svo auðvitað annað sæti í bringusundi í mínum riðli á fámennu sundmóti í Bjarnarfirði þegar ég var ca 12 ára.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.