þriðjudagur, 9. apríl 2013

Tónlistargubb

Ég hef verið svo upptekinn við vinnu, svefn og meiri vinnu að ég hef ekki haft tíma til að láta eitthvað gerast sem er vert að skrifa um, hvað þá að skrifa um það litla sem hefur gerst á milli þess sem ég vinn og kem mér heim til að sofa.

Hér eru því nokkur lög sem ég hef hef verið að hlusta á síðustu vikur við svefn og vöku:

1. Danger Mouse & Daniele Luppi - Black


Ég heyrði þetta lag í lokasenu lokaþáttar af fjórðu seríu af Breaking Bad (Ísl.: Brjótandi vondur) og ég greip andköf. Frábært lag.

2. The Strokes - One Way Trigger


Af nýja diski Strokes, sem ég hef aldrei haft sérstaklega gaman af. En þessi nýi diskur þeirra, Comedown Machine (Ísl.: Komdu niður kveður amma), er meistaraverk. Mæli með honum.

3. Beastie Boys - Root Down (Free Zone Mix)


Með þessu lagi hef ég verið að tralla í ræktinni. Ég fer bráðum að vera búinn að læra textann utan að. Þá má fólk fara að passa sig.

4. Boys Noize - Ich R U


Í leit minni að svipaðri tónlist og Daft Punk gefa út fann ég Boys Noise (Ísl.: Strákar Nief) og þetta lag þeirra af plötunni Out of the Black (Ísl.: Át off ðe blakk), sem er drullu djöfull mögnuð. Tilvalið í ræktina eða við eldamennskuna, að því gefnu að rétturinn sé eldaður í örbylgjuofni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.