laugardagur, 30. mars 2013

Verkjatöflufyllerí

Það er ýmislegt sem kemur upp á þegar maður er uppdópaður af verkjatöflum alla daga, alltaf. Hér eru tvö dæmi:

1. Ég tók þá fáránlegu ákvörðun að raka af mér allt skegg nema yfirvaraskeggið um daginn, eftir tveggja vikna "söfnun". Þegar Björgvin bróðir pírði svo augun og spurðu hvort ég væri með yfirvaraskegg, hálftíma eftir að ég kíkti í heimsókn til hans, ákvað ég að raka það af.

2. Ég er mikið fyrir rútínu. Á laugardögum fæ ég mér alltaf Subway samloku. Í dag var engin undantekning. Ég fattaði þó þegar komið var að mér í röðinni að ég gæti hvorki borðað neitt né talað mjög skýrt þar sem munnurinn á mér var fullur af blóði og/eða viðbjóði (vegna hálskirtlatöku sem ég fór í fyrir rúmri viku). Það skemmtu sér þó allir vel í röðinni fyrir aftan mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.