fimmtudagur, 21. mars 2013

Smáfréttir

Smáfréttir af mér:

1. Hálskirtlataka
Í fyrramálið fer ég í hálskirtlatöku og verð frá vinnu(stað) í 10 daga á eftir. Ég ætla að nýta frítímann í að vorkenna sjálfum mér, borða verkjatöflur og æla blóði.

2. Nýungar
Í dag smakkaði ég eitthvað sem ég hefði aldrei giskað á að væri óeitrað, hamsatólg, í fyrsta skipti. Ég notaði orðið "ofurviðbjóður" líka í fyrsta skipti strax á eftir og henti diski fullum af soðinni ýsu, í fyrsta skipti.

3. Vinna
Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri fræðilega hægt að hafa jafn mikið að gera og ég síðustu vikurnar. Ef ég er ekki að vinna í vinnu þá er ég vinnandi heima. Og ef ég er ekki vinnandi heima þá er ég annað hvort sofandi eða vinna að því að fá meiri vinnu. Ég tek því hálskirtlatökunni (sjá atriði 1) fagnandi.

4. Spjall
Í þau ár sem ég hef mætt í ræktina í Laugum hefur ekki ein ókunnug manneskja talað við mig að fyrra bragði, mér til mikillar mæðu, þar til í síðustu viku þegar maður spurði mig hvernig "leikurinn hafi farið" fyrr um daginn. Ég hafði ekki hugmynd um neinn leik svo ég þóttist ekki heyra í honum þar sem ég var með heyrnartól í eyrunum (en þó enga tónlist í gangi vegna rafmagnsleysis spilara). Áður en ég gat þóst ekki hafa tekið eftir honum og svarað honum með því að yppa öxlum hafði maður nálægt okkur svarað honum, mér til mikillar gleði.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.