laugardagur, 23. febrúar 2013

Svört kaup

Í gærkvöldi gekk ég inn í anddyri blokkarinnar sem ég bý í og rakst utan í sölumann dauðans. Eftirfarandi samtal átti sér stað þegar sölumaðurinn hafði snúið sér undan og ætlaði að ganga í burtu:

Ég: Ertu að selja?
Sölumaður: Já.
Ég: Er fyrsti pokinn nokkuð frír?
Sölumaður: ehh... nei.
Ég: Hvað kostar?
Sölumaður: Eina kúlu pokinn.
Ég: *Ég leita í vösum að reiðufé* Úff, mig vantar 50 upp á.
Sölumaður: Það er í lagi.
Ég: Glæsilegt! Kvöldinu bjargað.
Sölumaður: Viltu lakkrís eða hlaup?
Ég: Lakkrís, takk.

Eftir það kvaddi ég 13 ára stelpuna og hún fór með kassan næstum fullan af nammipokum til mömmu sinnar sem beið í bílnum.

Ég eyddi svo nóttinni í nammivímu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.