þriðjudagur, 25. september 2012

Heimsókn að norðan

Kolla systir, Árni Már maður hennar og dóttir þeirra, Anna María komu við í Kópavogi áður en þau flugu út í buskann (til Glasgow nánar tiltekið). Ég mætti með ótrúlega ódýra símann minn og tók myndir:

Anna María, Kolla og Valería Dögg, dóttir Björgvins bróðir og Svetlönu.

Valería Dögg grandskoðar óléttubumbuna á Kollu.

Anna María og Valería Dögg ræða um hvaða áhrif það gæti haft á stjórnarsamstarfið að hækka hátekjuskattinn eða eitthvað. Ég var ekki að hlusta.
Árni Már, Björgvin og Svetlana elghress.

Kolla og Anna María borða melónu.
Þessi er reyndar tekin á afmælisdegi Valeríu Daggar, þann 19. september síðastliðinn. Hún vildi hjálpa mér að taka mynd. Á myndinni er hún með afmæliskórónuna sem hún fékk á leikskólanum og körfuboltann sem ég gaf henni.
Annars er allt fínt að frétta. Ekki hringja þó ég hafi ekki bloggað í nokkra daga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.