föstudagur, 31. ágúst 2012

Sjálfsviðtal númer 73

Það er löngu kominn tími á sjálfsviðtal á þessari síðu, samkvæmt æstum e-mailum sem ég hef fengið undanfarið engum.

Í tímaritinu "Lífið" sem fylgir Fréttablaðinu í dag er viðtal við Lindu Pétursdóttir, með spurningalista og "dagur í lífi Lindu" lið. Á hún virkilega skilið svona viðtal frekar en ég, þó hún sé að gera eitthvað við líf sitt og að ég hafi ekki unnið fegursta kona heims (ennþá)?

Já, reyndar. En mig langar að svara þessum spurningum, svo hér eru mín svör:

Starf? Greinir (Ens. analyst) hjá 365.
Aldur? 34 ár.
Hjúskaparstaða? Góð.
Börn? Núll.
Upphafssíðan? Gmail.
Tímaritið? Lifandi vísindi.
Fyrirmyndir þínar? Jeff "The Dude" Lebowski.
Áhugamál? Körfubolti, hreyfing, leðuriðja, kvikmyndir og nammiát.
Uppáhaldshönnuður? Markus Dressmann.
Uppáhaldsmatur? Kjúklingur og/eða soðin ýsa með Risahrauni.

Dagur í lífi Lindu Finns
08:45 Vakna við vekjarann. Snooza í 45 mínútur.
09:30 Rogast á fætur og fer í vinnu.
12:30 Fer í mötuneytið og gríp með mér samloku og 500 krónum af nammi til að borða við skrifborðið.
18:00 Drattast heim.
18:05 Heima. Fæ mér morgunkorn. Legg mig.
21:00 Rumska, tveimum tímum seinna en ég ætlaði mér.
21:30 Fer í ræktina.
23:30 Kominn heim aftur. Fæ mér örbylgjupizzu. Horfi á mynd, þátt eða eitthvað á Youtube.
00:30 Geri mig tilbúinn að fara að sofa.
02:00 Fer að sofa.

Þar hafiði það. Örlítið brot úr stórbrotnu lífi mínu. Nú á ég mér engin leyndarmál lengur.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.