sunnudagur, 1. apríl 2012

Meðmæli

Ég mæli með eftirfarandi:

1. Hárgreiðslustofunni Krista/Quest
Ég fór í klippingu þar í vikunni, eins og ég geri á ca hálfs árs fresti og varð ekki fyrir vonbrigðum. Mæli með klippimeistaranum Nonna, sem ekki aðeins er stórskemmtilegur heldur með puttann á púlsinum (hvað hár varðar).

2. The Adventures of TinTin (Ísl.: Sér grefur gröf) í tvívídd
Sá þessa mynd í gær í símanum mínum og skemmti mér konunglega. Myndin er fáránlega vel gerð og söguþráðurinn góður. Vantaði þó fleiri kynlífssenur.

3. Nýung hjá Chrome vafranum
Þessi nýung hjá Chrome vafranum er byltingarkennd.

4. Svefn
Ef ég geri ráð fyrir að ég þurfi sjö og hálfan tíma í svefn á sólarhring þá hef ég náð að safna upp 19 tímum umfram nauðsynlegan svefn í þessari viku, samkvæmt mælingum mínum, en ég hef verið í fríi frá vinnu eins og áður hefur komið fram. Fríinu hef ég eytt í svefn, eins og áður hefur komið fram. Hvort tveggja tók ég fram áður, eins og áður hefur komið fram.

5. Draumfarir
Ég segi draumfarir mínar ekki sléttar. Ef mig er ekki að dreyma að ég sé kominn í handrukkarafélag Íslands, þar sem ég er óvinsæll fyrir stanslaust sprell, þá er ég staddur í Trékyllisvík að skoða mig um eða, eins og í nótt, að spila leik fyrir Fulham gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni, einn, gjörtapa 4-0 á heimavelli og tryllast úr tapsárni og yfir því að samstarfsmenn mínir muni gera grín að mér fyrir tapið. Mæli með þessu. Eða LSD. Sami hluturinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.