fimmtudagur, 22. mars 2012

Rannsókn um skilyrt geymsluþol eða eitthvað

Fyrir tæpum hálftíma fékk ég þá hugdettu að flaskan undir Floridana Vítamínsafa þurfi ekki lok til að halda safanum í þegar hún er hrist. Ég keypti því eina slíka, fjarlægði lokið, leit undan og hristi.

Niðurstaða þessarar rannsóknar er að Floridana Vítamínsafaflaskan, eins og allar aðrar flöskur hingað til, þarf lok til að halda vökvanum inni. Umræddur vítamínsafi fór út um allt og það tók mig rúmlega korter að þrífa upp skrifborðið mitt í vinnunni.

Mig grunaði að þetta yrði niðurstaðan en ég þorði ekki að skrifa um grun minn hér fyrr en ég væri búinn að prófa.

Ég var amk ekki svo utan við mig við að lesa tölvupóst í vinnunni að hrista flösku sem ég var þegar búinn að opna óafvitandi. Nei, þvert á móti. Þetta var rannsókn! Rannsókn!!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.