mánudagur, 14. nóvember 2011

Derren Brown tilraunirnar

Aðeins einn maður kemst með hælana þar sem Dexter Morgan hefur tærnar, þegar kemur að aðdáun minni, og það er Derren Brown. Ekki aðeins er sá maður góður skemmtikraftur, fyndinn og kemur vel fyrir heldur er hann stórsnjall í þokkabót. Fyrir einhverja tilviljun gerir hann þætti sem krefjast alls þessa, þó aðallega stórsnillinnar.

Um helgina horfði ég á nýjustu afurð hans, fjögurra þátta seríu sem ber nafnið The Experiments (Ísl. Tilraunirnar) þar sem hann gerir tilraunir á fólki, þ.e. hvernig hægt er að hafa áhrif á fólk án þess að það átti sig á því.

Hér er kynningarbútur fyrir þættina:



Hér er mín gagnrýni á þættina:

Fyrsti þáttur: The Assassin (Ísl.: Aftökumaðurinn)
Athugað er hvort hægt sé að dáleiða mann til að fremja morð á frægum einstaklingi fyrir allra augum, án þess að viðkomandi viti af því, eins og haldið hefur verið fram að CIA hafi gert í nokkrum tilvikum.
Einhver ótrúlegasti þáttur sem ég hef séð.

Einn aðili er síaður úr hópi fólks til að gera nokkrar dáleiðslutrikk á. Hann veit það ekki en Derren Brown er að dáleiða hann til að myrða frægan einstakling. Mun það takast?

Tekið er fram að þetta sé gert til að sjá hvort eitthvað gæti verið til í þeim sögum að CIA hafi dáleitt fólk til að fremja morð á pólitíkusum í gegnum tíðina.

Einn magnaðasti þáttur sem ég hef séð. Fjórar stjörnur af fjórum.

Annar þáttur: Remote Control (Ísl.: Fjarstýring)
Þátturinn er settur upp sem skemmtiþáttur þar sem áhorfendur í sjónvarpssal kjósa örlög ungs manns sem er úti að skemmta sér með vinum sínum, óafvitandi að það eru myndavélar á honum.

Þátturinn sýnir hvernig fólk getur hagað sér undir nafnleynd.

Fínn þáttur. Þrjár stjörnur af fjórum.

Þriðji þáttur: The Guilt Trip" (Ísl.: Samviskubitið)
Einum hugljúfasta manni Bretlands er boðið á ráðstefnu upp í sveit yfir helgi. Hann veit ekki að Derren Brown hafði skipulagt allt sem fram fer í húsinu með það að markmikið að láta manninn játa á sig morð sem hann framdi ekki.

Þrjár og hálf stjarna af fjórum.

Fjórði þáttur: The Secret of Luck" (Ísl.: Leyndardómar heppninnar)
Derren Brown kemur af stað orðrómi í litlum bæ í Bretlandi að stytta af hundi valdi heppni hjá þeim sem snerta hana. Þremur mánuðum síðar mætir hann svo í þáttinn, útskýrir allt saman og heldur smá sýningu.

Þátturinn sýnir fram á að heppni er að mestu leyti, kjaftæði.

Þrjár stjörnur af fjórum.

Ég mæli með því að fólk kynni sér allt sem Derren Brown hefur gert. ALLT!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.