mánudagur, 5. september 2011

Mitt sorglegasta met hingað til

Í nýliðnum ágústmánuði bætti ég nýtt met þegar ég skrifaði aðeins tólf færslur eða 0,39 á dag. Aldrei hef ég skrifað jafn fáar bloggfærslur, ef undan eru talin þau ár sem ég bloggaði ekki (1978-2002) og mánaðarfrí frá bloggi í febrúar 2006.

Þegar ég var upp á mitt besta, á árunum 2003-2006, skrifaði ég tvær færslur á dag og vanalega um 60 á mánuði. Hvað fór úrskeiðis?

Hér eru nokkrar kenningar:

1. Frægð mín veldur því að ég get illa skrifað undir nafni án þess að valda ursla. Svo ég skrifa sjaldnar.
Mínir bestu vinir vita ekki hvað ég heiti, hvað þá aðrir, Spaghettiskrímslinu sé lof.

2. Kvenhylli heldur mér frá blogginu.
Það er ekki hægt að smíða setningu sem getur verið meira röng en þessi að ofan.

3. Ég hef klárað allar mögulegar samsetningar af stöfum og orðum.
Það er möguleiki. Ég þarf að taka saman samsetningar allra bloggfærslna hér og bera saman við allar mögulegar samsetningar. Læt vita síðar.

4. Leti og áhugaleysi.
Meh.

5. Ég kann ekki að lesa og skrifa.
Hvernig skrifaði ég þá hinar færslurnar, fíflið þitt?

6. Ég er of önnum kafinn til að skrifa.
Ef ég hef tíma til að borða og sofa þá hef ég tíma til að blogga. Lífsmottó mitt.



 

Niðurstaða: Ég veit það ekki. Ég skal gera mitt besta að bæta mig.

2 ummæli:

  1. Þetta er vægast sagt skelfileg þróun. Sem sérlegur blogg-stalker þá vex mér fiskur um hrygg við að sjá þessar tölur. Mér sýnist ég þurfa vinna laumuleg skemmdarverk á bílinn þinn til að fá mitt blogg fix.

    SvaraEyða
  2. Ég kann að meta fiskvöxt þinn um hrygg. Ég skal gera mitt allra besta að snúa þessari þróun við. Jafnvel þó ég þurfi að fá mér nýjan og verri Peugeot.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.