fimmtudagur, 29. september 2011

Lífsgæðaaukning

Ég hef ekki verið nógu duglegur í lífsgæðakapphlaupinu hingað til. Ég á t.d. enga íbúð, engin flott föt, Peugeot og hef notað sömu gleraugu í næstum sjö ár, þrátt fyrir að þau hafi farið úr tísku fyrir tæpum sex árum.

Línuritið yfir lífsgæði mín var því frekar slétt og óspennandi, þar til ég hóf að leigja þá íbúð sem ég bý í núna. Með henni fylgdu afnot af uppþvottavél. Og þvílíkur munur. Sjáið bara sjálf:




Smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.