fimmtudagur, 7. júlí 2011

Kvöldmatur?


Þennan óskapnað setti ég saman í gærkvöldi þegar ég kom heim úr einum af mínum daglegu miðnæturgöngutúrum um stræti garða stórborgarinnar Kópavogs í leit að einhverju stórhættulegu. Þegar það finnst ekki fer ég yfirleitt heim og fæ mér eitthvað að borða.

Ég tók það litla sem ég átti og var ekki útrunnið, steikti á pönnu, skóflaði upp í mig og kyngdi áður en heilinn náði að greina bragð.

Þetta tók ekki nema korter að matreiða og borða. Að vísu leið mér hræðilega á eftir en það breytir ekki þeirri staðreynd að ég sparaði tíma. Eða eitthvað.

2 ummæli:

  1. Þetta er ofboðslega ógeðslegt.

    SvaraEyða
  2. Það tekur hæfileika að elda og borða svona hræðilega útlítandi máltíð.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.