miðvikudagur, 20. júlí 2011

Endursýning á bloggfærslu

Í gærkvöldi áttu þau leiðu mistök sér stað að ég skrifaði þennan pistil aftur, nánast orð fyrir orð, án þess að muna eftir að hafa skrifað hann áður. Pistillinn fékk að vera á síðunni í ca 18 tíma eða þangað til vinur minn benti mér á þetta. Ég eyddi því færslunni.

Sú staðreynd að ég geti skrifað pistil aftur rúmum sex vikum síðar, um nákvæmlega það sama, með sama orðalagi og uppsetningu, er ekki það sorglegasta við þetta. Það sorglega við þetta allt saman er að innihald bloggfærslnanna gerðist tvisvar, með sex vikna millibili.

Það er semsagt ekki nóg að gera þessi mistök einu sinni og skrifa um það á netið. Ég endurtek mistökin og skrifa aftur um það nokkrum vikum síðar.

Ef ég hef skrifað þennan pistil áður þá biðst ég afsökunnar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.