Það hljóta að vera einhverjir þarna úti sem vilja gjarnan að íbúðin sín lykti af kæstum harðfiski vikum saman. Það er mun auðveldara en þig grunar. Svona er það gert í átta auðveldum skrefum:
1. Kauptu harðfisk.
2. Opnaðu umbúðirnar.
3. Valkvæmt: Borðaðu hluta af harðfiskinum.
4. Setti harðfiskinn á disk og inn í ísskáp, af því þú heldur að kuldinn muni halda þessari hroðalegu lykt í skefjum.
5. Geymdu hann þar í amk sólarhring.
6. Kláraðu hann eða hentu honum.
7. Reyndu að þrífa ísskápinn þar til þú ælir, án árangurs.
8. Gráttu þig í svefn allar nætur.
Þetta veldur því, einhverra hluta vegna, að lyktin festist í öllu í helvítis ísskápnum í þrjár djöfulsins vikur og gýs alltaf upp þegar þú opnar hann.
Persónulega er ég ekki mikið fyrir þessa lykt, svo ég kaupi mér þennan viðbjóð aldrei aftur. Nema auðvitað ég hætti alveg að kæra mig um almenningsálitið, sem ég reyndar nálgast óðfluga.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.