mánudagur, 28. mars 2011

Ekkert saumadót keypt

Í gær keypti ég mér ekki saumadót í IKEA, af því ég er meira karlmenni en það. Ef ég hefði keypt mér þannig í gær, þá væri það vegna þess að ég þarf að setja tölu á gamlar buxur sem ég var að finna, en ég gerði það ekki, svo það er allt í lagi með buxurnar.

Sem útskýrir af hverju ég er í þessum buxum núna. Það vantaði aldrei tölu í þær og ég keypti mér aldrei saumadót í gær og notaði kvöldið í að sauma.

Haldiði svo kjafti.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.