þriðjudagur, 1. febrúar 2011

Baráttan gegn fólksfjölgun

Þar sem ég virðist vera einn eftir í vinahópnum til að berjast hatrammri baráttu gegn fólksfjölgun í heiminum (í formi skírlífis) og þar sem sú barátta er alltof auðveld fyrir minn smekk, hef ég fundið ný verkefni sem fylla skulu tilgang lífs míns.

Eitt þessara verkefna kláraði ég í kvöld þegar ég náði hinu fullkomna stæði í ræktinni. Nær innganginum er ekki hægt að leggja án þess að vera sjúkra- eða slökkvibíll. Ég þurfti aðeins að ganga tæplega 50 metra frá bílnum að afgreiðslunni. Þegar ég áttaði mig á þessu hríslaðist um mig allsnægtarunaðshrollur. Svo refsaði ég sjálfum mér fyrir letina og hjólaði 10 kílómetrum meira en venjulega.

Næsta verkefni er að stíga ekki á neinar línur á gangstéttum hér eftir, út ævina. Það verður gaman að lifa þegar það tekst.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.