fimmtudagur, 27. janúar 2011

Stórar tilkynningar

Tvær stórar tilkynningar:

1. Lántaka
Það gleður mig að tilkynna að ég hef fengið samþykkta umsókn mína til íbúðarlánasjóðs fyrir Maarud snakkpoka (papriku) úr 10-11. Ég hyggst skrifa undir pappíra í 10-11, Lágmúla á morgun að viðstöddum fjármálaráðherra og greiða svo lánið niður næstu 40 árin.

2. Tímamót
Þessi bloggfærsla er númer 4.000 í röðinni frá upphafi. Eins og alþjóð veit byrjaði ég á þessari síðu þann 2. október 2002 og næ þessu markmiði því á aðeins 3.039 dögum. Það þýðir 1,32 færslu að meðaltali á dag, alla daga ársins í þessi rúmlega átta ár eða 9,2 færslur á viku.

En jæja, þráhyggjan heldur áfram þó svona tímamótum er náð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.