þriðjudagur, 4. janúar 2011

Hamingja í póstkortaformi

Í dag fékk ég póstkort alla leið frá Ástralíu, þar sem vinkona mín, Esther Ösp, kom við í heimsreisu sinni og ákvað að senda mér kort.

Það eitt og sér er stórmerkilegt. En rokkstigin sem Esther fékk við þetta milljónfölduðust þegar ég sá kveðjuna sem rituð við á kortið. Hún var frá engum öðrum en Stingray, úr raunveruleikaþáttunum Nágrannar:

Heimilisfangið mitt blurrað til að forðast eltihrella.
Kortið segir orðrétt:
„Hey Finnur!
Keep [smile]ing
[Eitthvað grín nafn]
Stingray!“
Og undir þetta tekur Esther að sjálfsögðu. Ég er alltof brosmildur.

Hvernig Stingray náði að skrifa þetta kort, verandi löngu dáinn, er mér hulin ráðgáta. En ég spyr ekki spurninga á þessum hamingjusamasta degi lífs míns.

Takk, Esther!

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.