miðvikudagur, 5. janúar 2011

Atferlisathuganir

Það syrgir mig mjög að hafa tekið eftir þessari þróun í karlaklefanum í ræktinni, eftir sturtu:


Útskýring:
Því vöðvaðri sem þú ert og því lægri fituprósentu sem þú ert haldinn, því lengur ertu að fara í bol og fljótur í nærbuxur eftir sturtu.
Því vöðvalausari sem þú ert og því hærri fituprósentu sem þú ert haldinn, því lengur ertu að fara í nærbuxur og fljótur í bol eftir sturtu.

Ég vildi að ég byggi ekki yfir þessari vitneskju. Sjö ár af ræktarferðum hafa kennt mér þetta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.