föstudagur, 21. janúar 2011

Gif myndir

Nýlega rakst ég á síðuna "If we don't, remember me" (Ísl.: Ef við ei, mundu mig), sem sérhæfir sig í hreyfimyndir úr frægum bíómyndum. Það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér konunglega við skoðun hennar, m.a. við að skoða myndir úr tveimur uppáhaldsmyndunum mínum:

1. Seven


2. The Big Lebowski


Það gaman endaði þó snarlega þegar ég rakst á mynd af Tilda Swinton. Ég hræðist ekkert meira en þá konu.


Það er ekki laust við að ég hafi pissað talsvert mikið á mig eftir að hafa setið stjarfur og horft á þessa mynd í nokkrar sekúndur.

4 ummæli:

  1. Helgi Gunn1.3.2011, 03:56

    Ég fékk hjartaáfall þegar Tilda leit allt í einu á mig, djöfull brá mér, þvílikur sársauki!

    SvaraEyða
  2. hehehe þá veistu hvernig mér líður alltaf þegar ég sé hana í bíómynd.

    SvaraEyða
  3. Tilda er óhugnalegri en flest allt!

    Kv. dyggur lesandi

    SvaraEyða
  4. Algjörlega sammála. Nema sennilega útrýmingabúðir nasista.

    Kv. Dyggur lesandi kommentanna þinna

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.