mánudagur, 20. desember 2010

Stækkun fjölskyldu

Ég hef loksins látið verða af því að stækka við fjölskylduna. Nýjasti meðlimurinn kemur beint frá Kína og er gulur á litinn. Ég valdi nafnið Ragnar á hann get ekki beðið eftir skírnarveislunni. Gunnarsson fjölskyldan kynnir með stolti:Ragnar Ryksuga!


Hann kostaði aðeins 10.000 krónur.

Ég vona með þessu að ná, þó ekki væri nema hluta af þeirri athygli og þeim hamingjuóskum sem systkini mín fá þegar þau eignast afkvæmi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.