sunnudagur, 19. desember 2010

Facebook statusa annállinn 2010

Það sem fortíðarþrá er eitt einkenna þessa bloggs hyggst ég, eins og síðustu ára, rifja upp árið sem er að líða með ýmsum hætti.

Fyrsta upprifjunin eru Facebook statusar sem ég hef skrifað á árinu. Ég skrifaði um 80 statusa á árinu. Hér eru þeir helstu, frá þeim elsta til þess nýjasta:

[Til að forsíða bloggsins fari ekki í klessu set ég síðubrot hér. Smelltu á lesa meira fyrir statusana]Finnur hefur eytt 5 af síðustu 24 tímunum í að spila körfubolta. Það gera tæplega 21%. 42% hefur farið í vinnu og ca 25% í svefn. Restin hefur farið í glæpi og að smíða þennan status.

Finnur er kominn í jólaskap. Óvenjusnemma í ár.

I said "Do you love me?" and she said "No, but that's a really nice ski mask!"

House + Wilson + 7 dl af ofbeldi = Holmes + Watson. 3 stjörnur af 4.

Finnur eyddi þremur tímum kvöldsins í teppalagningu, if you know what I mean. Nudge nudge. Say no more.

KKF Þórir - UMFÁ: 46-56. UMFÁ þá með 7 sigra og 2 naum töp það sem af er tímabili.

Finnur ætlaði að fara að sofa kl 9 í kvöld plús/mínus 5 tímar. Er enn á áætlun.

Finnur hlustar á Louis C.K. uppistand og gubbar úr hlátri.

*Spoiler fyrir þá sem ætla að kaupa ævisögu mína eftir 30 ár* er að fara í bíó í kvöld.

UMFÁ er 4 stigum á undan næsta liði eftir sigur á Reyni Sandgerði í kvöld 74-63. Ég er svo hamingjusamur að mér er flökurt.

Keyrði frá Álftanesi niður í bæ með skónna mína á bílþakinu hálfa leiðina.

SIGUR! UMFÁ 83 HK 75.

Finnur slappar af af öllu afli.

I don't care what you think unless it is about me.

Finnur er 8,5 þreyttur af 10.

Í dag eiga Björgvin Gunnarsson bróðir og Kurt Donald Cobain frændi afmæli. Gleðilegan dag lagsmenn!

UMFÁ: 77 Mostri: 61 í lafþunnum leik. UMFÁ búið að tryggja sér efsta sætið í riðlinum þegar 20% leikja er eftir. </gort>

Never a frown with golden brown

Á skalanum 0 til fuck er ég fuck þreyttur.

Finnur ætlar að brjóta út af vananum og standa sig vel á körfuboltaæfingunni í fyrramálið, þrátt fyrir að vera búinn að borða kíló af lakkrís í kvöld.

Finnur fór í rennibraut sundlaugar Álftaness í morgun þar til honum varð óglatt.

I do not fear death. I had been dead for billions and billions of years before I was born, and had not suffered the slightest inconvenience from it.

Finnur valhoppar um með munúðarfullt mústass.

Finnur ætlar að verða eins og Lisbeth Salander þegar hann verður stór. Nema með stærri brjóst.

Finnur is the one who likes all the pretty songs and he likes to sing along [...] but he knows not what it means.

"Yeah, well, that may be. But at least I never slept with Lumbergh." Besta comeback allra tíma.

Finnur er í fríi á morgun. Hyggst sofa til kl ∞.

Finnur gekk/klifraði á topp Esjunnar í dag í flippi. Og já, er betri en þið fyrir vikið.

Finnur ಠ_ಠ

Finnur hlakkar til að verða fullorðinn og geta hrært og borðað heila skál af súkkulaðikremi.

Í dag eru 16 ár síðan Kurt Cobain hætti í eiturlyfjum... og öðru.

6EQUJ5

UMFÁ í 3. sæti í 2. deild eftir ofsom úrslitakeppnishelgi.

Finnur er klæddur og kominn á ról. Nema ekki klæddur.

Finnur er að fara á sína fyrstu hryllingsmynd í bíó síðan hann var barn.

Finnur man ekki hvort að hann sé nývaknaður en rétt ósofnaður.

Finnur er harðkjarna b-týpa. Var að koma úr miðnæturskokki og eldar sér kvöldmat núna.

When men get older they look like Sean Connery. When women get older they look like Sean Connery.

Finnur ætlar að fara í Hagkaup að kaupa sér ávexti. That's just how I roll, motherfucker.

Finnur svaf til hádegis og í 5 tíma eftir hálfan vinnudag. Vel nýttur dagur.

Finnur svaf í 4 tíma í nótt. Takk NBA, helvítis fíflið þitt.

Búinn að klæða mig í jakkafötin og setja upp pípuhattinn og einglyrnið. Bíó, hér kem ég!

Bara 126.761 mínúta í að 5. sería af Dexter byrji!

Finnur vonar að 3D bíósýningar deyji mjög kvalarfullum dauðdaga. Sem fyrst.

Mig dreymdi að ég hefði skrifað óáhugaverðan status á facebook. Ég er greinilega ekki berdreyminn.

Vantar fjalla/götuhjól. Helst ekki Peugeot gerðina.

Finnur er farinn í ræktina í fyrsta sinn í 09823409uj2349ö23 daga.

Finnur eldar sér núðlur klukkan korter í miðnætti, eins og ritað er um í sjálfshjálparbókinni "Villt líf einhleypra".

Finnur is on a horse.

Finnur var að koma af Inception og þorir ekki að fara að sofa. *SPOILER* Er hræddur um að sofna í svefninum í svefninum í svefninum. Í svefninum.

"Svona dagar" hefjast á morgun og standa yfir til 4. ágúst 2011. Engin sérstök dagskrá.

Finnur hlustar á óútgefið efni með Daft Punk og ferðast fram í tímann

Plan kvöldsins: Póker, Futurama, Back to the Future, Excelvinnsla og svo kannski eitthvað nördalegt.

Uppfært: "My Very Educated Mother Just Served Us... Nothing".

Finnur er barinn í fíó

Það er ekkert i í lið.

Finnur var að vakna eftir að hafa lagt sig í 10 mínútur, 18 sinnum í röð.

Í dag er 08.09.10, sem minnir mig á brandara. Af hverju er Sex hrætt við Sjö? Af því sjö átta níu. Ég fatta hann ekki heldur.

Finnur vaknaði fyrir klukkutíma og er strax orðinn þreyttur. Bara 11 tímar í næsta svefnsession.

Finnur er farinn í bíó á framhald myndarinnar Ghost Rider, sem heitir því frumlega nafni The Ghost Writer.

Finnur hljóp 7.180.000 mm í ræktinni í kvöld á aðeins 0,0347 dögum, sem gerir tæplega 1,5 milljarða mm/viku meðalhraða! Ekki slæmt, þó ég segi sjálfur frá.

Has anyone really been far even as decided to use even go want to do look more like?

Vinaleg ábending: haldið ykkur fjarri myndinni Dinner for Schmucks. Versta mynd ársins.

Mig langar alltaf að fá mér byssu og berja fólk eftir að ég hef séð Taken. Eða fara í mannsalsbransann.

Finnur er farinn í bíó. Ekki vaka eftir mér.

Vill einhver berja mig í andlitið með skóflu ef hann/hún sér mig borða fjóra kleinuhringi í einu af því þeir eru alveg að renna út. Takk.

Í gærkvöldi skrifaði ég minnispunktinn "20Q" á handarbakið á mér. Hugmyndir að afkóðun eru vel þegnar.

Tólf tíma vinnudagur: Check
Sleppa rækt í dag: Check
Borða súkkulaði í kvöldmat: Check
Drottning Ceres 6: Check

Finnur hefur ekki drukkið gos í átta daga. Líðanin er slæm en sparnaður upp á 75.000 krónur á þessum átta dögum gerir hana bærilegri.

Finnur er í fríi alla þessa viku, like a boss.

Veit einhver hvort blikkandi Air Bag ljós á Peugeot 206 þýði eitthvað meira en að bíllinn sé rusl?

Finnur kom Peugeot ruslinu í gegnum skoðun! Og það kostaði bara 77 þúsund krónur.

Mér leið ekki nógu illa í kvöld, svo ég borðaði 25 stykki af "creamy puffs". Allt annað líf.

Finnur var að koma af Unstoppable. *Spoiler alert* Hún er fín.

Það er fátt leiðinlegra en að skafa bílinn í alkuli, sem ég einmitt gerði rétt í þessu

Var að baka smákökur af því umbúðirnar á tilbúna deiginu bönnuðu mér að borða það hrátt.

Je voudrais une croissant. Je suis enchante. Ou est le bibliotheque?

Hæka er of stutt
Næ aldrei að klára það
Alltof fá orð sem

4 ummæli:

 1. Besta færsla sem ég hef séð lengi.

  -Kjarri

  SvaraEyða
 2. Ég geng út frá því að þú talir kaldhæðni. Tveir geta leikið þann leik.

  Nei annars. Tveir geta það ekki.

  SvaraEyða
 3. ég þakka guði fyrir þig á hverjum degi !!

  ekki það að hann hafi neitt með þig að gera.....þarf bara að þakka einhverju/m

  SvaraEyða
 4. Þú mátt þakka spaghettiskrímslinu. Síðan er kostuð af því.

  SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.