miðvikudagur, 15. desember 2010

Lágpunktur ljóðaferils míns

Það vita það ekki margir en ég er höfundur versta ljóðs sem samið hefur verið, að sögn.

Svona hljómar það:
Glaður maður gengur hér
Og brosir framan í alla
Og hann sér
að gömul kona segir að hann sé ekki með öllum mjalla
Þennan óskapnað samdi ég, minnir mig, í 3. bekk Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík og teiknaði með því mynd af alskeggjuðum manni sem brosti eyrnanna á milli og gamalli konu fyrir aftan hann með fýlusvip.

Veggspjaldið með ljóðinu og myndinni er löngu glatað en það er sem greypt í huga minn, að eilífu.

Skemmtilegar staðreyndir varðandi ljóðið:

  • Það rímar.
  • Það var mitt fyrsta ljóð og það síðasta í 17 ár, þar til ég samdi þrjú ljóð í viðbót [sjá hér].
  • Það hefur ekki verið samið lag við ljóðið. Ennþá.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.