föstudagur, 3. desember 2010

Kökudeigsdraumurinn

Þegar ég var lítill bannaði mamma mér alltaf að borða deigið hrátt, af því hún þurfti að gera kökur úr því. Þannig að ég sór þess eið að þegar ég yrði fullorðinn þá skyldi ég gera heila skál af deigi og borða það hrátt, aleinn! Mig minnir að ég hafi jafnvel öskrað það.

Í gær varð ég fullorðinn og það fyrsta sem ég gerði var að vilja hræra í deig. En það kostar of mikið og krefst smá vinnu, svo ég keypti tilbúið deig. Þetta deig, nánar tiltekið:

Bara rúmar 1.500 kalóríur.
Þegar ég var í þann mund að gleypa deigið í heilu lagi tók ég eftir smáu letri aftan á pakkningunni:

Hrottar.
Ég hefði aldrei keypt deigið ef ég hefði vitað að fasistar framleiddu það.

Allavega, ég neyddist til að baka kökur úr þessu andskotans deigi og var ekki nógu snöggur að taka mynd af þeim áður en ég borðaði þær allar. En ég borðaði þær allavega einn. Það var alltaf hluti af draumnum.

6 ummæli:

  1. Djöfulli ertu viðbjóðslegur...átvagl!!!!!!!!!

    Vildi bara láta þig vita að ég les þessa frábæru pistla þína og finnst að þú megir skrifa mun oftar.

    Hvenær eigum við svo að taka körfu út á nesi?

    SvaraEyða
  2. Ég er að vinna í þessu með átið.

    Ég þakka hólið/viðreynsluna.

    Við tökum vonandi körfu sem fyrst, þó að þú spilir körfu tvisvar á dag og ég hef ekki snert körfubolta í þrjá mánuði. En til allrar lukku hef ég hreina unun af því að láta niðurlægja mig.

    SvaraEyða
  3. Ertu hættur í þessu?

    Getur Álftanes-liðið lifað án Tom Cruise úr Rain Man?

    Án gríns samt, skrifaðu fokking oftar. Annars lem ég þig. Ég verð að hafa eitthvað að lesa!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    SvaraEyða
  4. Ég er í launuðu fríi frá þessu. Ég sný aftur einhverntíman.

    Og já, þeir tala um að stemningin sé léttari eftir að american psycho náunginn hætti.

    Ég skal reyna að auka skrifin. Þangað til að það gerist þá mæli ég með slembifærsluhnappinum efst á síðunni. Með honum hleðurðu random færslu úr fortíðinni. Lestu þær samt með fyrirvara. Ég var Georg Bjarnfreðarson einu sinni.

    SvaraEyða
  5. Ég er búinn að lesa nánast allt þetta og ég vil bara fá meira.

    Þú ert nikótínið, bloggið þitt er sígarettan og mig langar að sjúga.

    SvaraEyða
  6. Eftir á að hyggja er það kannski ekki svo góð hugmynd að fara í körfubolta á næstunni hehehe

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.