sunnudagur, 12. desember 2010

Hvað hrundi af bílnum í vikunni?

Það er komið að hinum vikulega þætti síðunnar: "Hvað hrundi af bílnum mínum í vikunni?"

Að þessu sinni er það lítill hlutur úr plasti sem lítur svona út:


Hafið í huga, áður en giskað er, að eftirfarandi hluti koma ekki til greina, þar sem þeir hafa nú þegar hrunið af bílnum:

1. Skráargat bílstjórahurðar.
2. Handfang á skotti bílsins.
3. Aftursætishurð bílstjóramegin (hér um bil).
4. Púströr.
5. Hjólkoppar.
6. Stillingarhnappur fyrir bak farþegasætis.
7. Virðing mín fyrir Peugeot.
8. Rúðuþurrka aftan á bílnum.

Svarið birtist hér að neðan.


Svar: Þetta er plasttól utan yfir rúðupissdæluna hjá framljósunum eins og sést á þessari mynd:


Það datt af þegar ég reyndi að ýta þessari dælu niður, en hún lyftist alltaf og festist þegar ég nota rúðupissið.

Það verður spennandi að sjá hvað fleira getur hrunið af þessum bíl í næstu viku.

4 ummæli:

 1. Mig langar alltaf að knúsa þig þegar þú bloggar um Peugeot. Lífið er ekki sanngjarnt.

  -B.Beck

  SvaraEyða
 2. held þetta sé númer 7?!

  SvaraEyða
 3. Ég átti einu sinni Peugeot og það var ævinlega alltaf einhver andskotinn að. Fæ mér aldrei svoleiðis helvítis rusl framar.

  SvaraEyða
 4. B.Beck: Þakka þér fyrir samúðina. En ég væri búinn að selja/berja hann í spað ef ég væri ekki með smá kvalalosta þegar kemur að bílum.

  Gylfi: Gott gisk. En, eins og þú vissir ef þú hefðir lesið alla færsluna, þá er þetta rúðupissdælucoverplastdrasl eitthvað! hehehe

  Spritti: Mhm. Pabbi átti nokkra Peugeot-a. Þeir voru allir drasl. Samt keypti ég mér einn. Og mun örugglega gera aftur, af því þannig rúlla ég bara.

  SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.