miðvikudagur, 10. nóvember 2010

Klikkaðir götuprestar

Alltaf þegar ég held að Manic Street Preachers séu bara 72 hit wonder hljómsveit þá koma þeir með enn einn smellinn.

Þetta er lagið It's not war, just the end of love eða Allt er hey í harðindum eins og það myndi heita ef spilað á RÚV.



Myndböndin hjá þeim eru alltaf góð. Í þetta skiptið er það bæði gott og fræðandi.

Ég hef teflt á einhverjum mótum í gegnum tíðina og hafði ekki hugmynd um þessa varnartaktík. Ef ég hefði vitað að af henni... hefði það ekki breytt neinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.