föstudagur, 27. ágúst 2010

Síðdegissvengd

Akkúrat svona hugsaði ég. Nema ég er með blá augu. Og færri augabrúnir.
Í gær klukkan 14:00 fann ég fyrir svengd, sem er „óvanalegt þar sem ég er nýbúinn að borða hádegismat“, hugsaði ég. Ég hélt að kannski hefði ég borðað of lítið í hádeginu og fór að hugsa hvað ég hefði fengið mér en gat ekki munað það.

Svo ég leitaði í ruslinu að umbúðum, án þess að finna neitt matartengt. "Ég hlýt þá að hafa borðað í mötuneytinu" hugsaði ég þá.

Ég spurði því samstarfskonu mína hvað hefði verið í matinn í mötuneytinu, sem hún sagði mér. Ég mundi ekki eftir að hafa borðað fisk. Þá spurði ég hana hvort ég hefði farið í mat. Hún svaraði neitandi.

Takk fyrir ekkert, minni, þú gagnlausa drasl, fyrir að reyna að svelta mig.

3 ummæli:

  1. Allt innra með þér hatar þig, meira að segja minnið.

    SvaraEyða
  2. Kannski ertu ó , það er að ganga !

    SvaraEyða
  3. Spritti: Ég vona að það sé ekkert alvarlegra en það.

    Tóta: hehehe vel mælt.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.