sunnudagur, 15. ágúst 2010

Lykill að hamingju

Þessari helgi hef ég eytt í helling af svefni, körfubolta og bíóferðir. Það vill svo skemmtilega til að þetta eru þrjú helstu áhugamál mín, svo helgin hefur verið nálægt fullkomnun.

Á meðan flestir safna peningum, reyna að finna tíma eða bíða eftir góðu veðri til að stunda áhugamálin sín (t.d. ferðalög, áfengisdrykkja, útivist), stunda ég mín áhugamál hverja einustu helgi og næ þannig að verða hamingjusamur á örskammri stundu.  Lykilatriðið er að miða nógu lágt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.