þriðjudagur, 31. ágúst 2010

Excelskjal yfir lán og Futurama

Futurama²
Þessa vikuna fæddi ég tvö Excel skjöl sem ég hyggst deila:

1. Lánaskjal [Niðurhalið hér]
Þetta skjal reiknar út allar upplýsingar sem þarf við uppsetningu á allt að tveimur lánum. Mest hugsað fyrir húsnæðiskaup en virkar líka fyrir minni lán.

Það eina sem þarf að gera er að fylla í reitina þar sem örvarnar benda og samantekt afborganna birtist á aðalsíðunni. Nánari greiðsluáætlun birtist svo í "Lán 1", "Lán 2" (hafirðu fyllt í reiti fyrir lán 2) og "Summa lána".

Hægt er að velja um tvær gerðir lána; lán með jöfnum afborgunum og jafngreiðslulán. Hafið samband við mig í finnurtg@gmail.com eða athugasemdum ef eitthvað er óljóst.

Ath. Þetta skjal er aðeins hægt að keyra í Excel 2007+ fyrir PC tölvur.

2. Random nafn á Futurama þáttum [Niðurhalið hér]
Þetta agnarsmáa skjal birtir tilviljunakennt nafn á þætti af Futurama við það eitt að velja "Já, takk". Það hjálpar forföllnum aðdáendum Futurama að velja þætti til að horfa á í sjötugasta skipti.

Skjalið virkar fyrir Excel 2003+.

Þessu skjali hefur verið bætt við á þjónustusíðuna.

2 ummæli:

  1. Þetta er svaðaleg tækni ! Ertu úr framtíðinni ?

    SvaraEyða
  2. Núna já. Var það samt ekki þegar ég skrifaði þessa færslu.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.