miðvikudagur, 18. ágúst 2010

Breyting Smáralindar

Smáralindin í öllu sínu veldi.
Þetta er Smáralindin. Hún er eins og reður í laginu, eins og allir vita. Ég leggst ekki svo lágt að gera grín að því.

Þetta vita færri:

Framkvæmdir við Smáralind.
Það er verið að bæta við bílastæðahúsi þar sem rauðu örvarnar benda. Eigendurnir virðast vera að breyta lagi byggingarinnar, svo hún líti ekki lengur út eins og reður. Vel gert.

Hér að neðan er mín tillaga að liti og lögun bílastæðahússins. Ég vona að arkitektinn velji mína tillögu!

Gangi fólki vel að sjá eitthvað ósiðlegt úr þessu.
Svo væri kannski ekki vitlaust að planta röð runna fyrir ofan bílastæðahúsið og jafnvel víðsvegar á þaki þess.

1 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.