fimmtudagur, 10. desember 2009

Í síðasta mánuði komst ég að því að ég er orðinn 84 kíló að þyngd (líkamlega). Fyrir rúmum sex mánuðum var ég 96 kíló og fyrir rúmum tveimur árum 74 kíló.

Þessi staðreynd gefur mér tækifæri á að sameina tvö uppáhalds blætin mín: löngun til að þyngjast og Excel vinnslu.

Hér má sjá þróun þyngdar minnar ásamt tíðni lyftinga og körfuboltaæfinga frá september 2007.

Tíðni þýðir hlutfall daga í mánuði sem karfa eða rækt var stunduð. Dæmi: 90% í september þýðir 27 dagar.

Helstu viðburðir:
Október 2007: Byrjaði aftur að lyfta lóðum og taka inn kreatín og prótein.
Apríl 2008: Körfuboltatímabili lýkur. Lyftingar taka við.
Ágúst 2008: Körfuboltatímabil hefst. Lyftingar mæta afgangi.
Janúar 2009: Meiðist. Körfubolta er skipt út fyrir lyftingar.
Maí 2009: Togna á úlnlið. Lyftingum skipt út fyrir brennslu og körfubolta.

Frá október 2007 - maí 2009 þyngdist ég um 22 kg eða um 29,7%.
Frá maí 2009 - desember 2009 léttist ég um 12 kg eða um 12,5%.

Hvað má læra af þessu?

Svar: Það er gaman að búa til línurit í Excel.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.