Ég hef ekki verið fullkomlega hreinskilinn við ykkur. Eftirfarandi atriði hafa verið að stríða samvisku minni:
1. Ég bætti við "Nýlegar athugasemdir" til hliðar á þessari síðu. Ég veit það var rangt að láta ykkur ekki vita. Ég lofa að það gerist ekki aftur.
2. Ég hef látið mig dreyma um nýtt útlit á þessa síðu. Svo langt gekk þessi þráhyggja að ég gerði nýja síðu með nýju útliti. Það voru mistök. Það gerðist bara einu sinni og ég hugsaði um útlitið á þessari síðu allan tímann.
Hér getið þið séð hitt útlitið, sem ég hef engan áhuga á lengur. Og hafði eiginlega aldrei.
3. Jólarósin sem ég keypti um daginn lét lífið í fyrradag. Einhver misskilningur átti sér stað við fæðugjöf hennar. Svo virðist sem hún hafi þurft vatn til að komast af. Það var mér um megn.
Urðun hennar fór fram í kyrrþey í morgun þegar ég vaknaði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.