mánudagur, 30. nóvember 2009

Um hádegið á laugardaginn hringdi dyrasíminn heima, þar sem ég bý í 4ra hæða blokk. Ég svara:

Ég: "Halló"
Einhver: "Já, ég er með jólarósina"
Ég: "...ok."
Einhver: "...sem þú pantaðir"
Ég: "Ah, þú ert að ruglast á íbúðum. Hleypi þér samt inn."
*Ég ýti á takka og hleypi honum inn*

Þremur mínútum síðar er bankað á hurðina. Ég fer til dyra. Fyrir utan hurðina stendur ca 15 ára strákur með gleraugu og spangir. Hálf aulalegur.

Ég: "Já?"
Drengur: "Hér er jólarósin"
Ég: "Ég pantaði enga jólarós"
Drengur: "Býr ekki einhver annar hérna líka?"
Ég: "Jú, vinur minn"
Drengur: "Já, hann pantaði hana. Ég kom hingað fyrir viku, þá átti hann ekki pening. Sagði mér að koma aftur í gær. Þá svaraði enginn."
Ég: "Ertu ekki að ruglast eitthvað?"
Drengur: "Nei nei. Dökkhærður strákur?"
Ég: "Já... ok. Ég hringi í hann"
*Ég hringi í Óla*
*Ekkert svar*
Ég: "Andskotinn! Heyrðu ég skal bara borga þetta. Hvað kostar það?"
Drengur: "eh... þúsund krónur"
*Ég borga þúsund krónur*
*Ég tek við blóminu*

Tveimur mínútum síðar hringir Óli. Löngu og hlátursríku samtali síðar var niðurstaðan komin í ljós: Ég var gabbaður til að kaupa blóm af 15 ára stráki með gleraugu og spangir. Óli vissi ekki um hvað ég var að tala.

Fyrir þúsund krónurnar hefur hann líklega keypt 10 svona blóm og stofnað mafíu.

Vel á minnst; blóm fæst gefins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.