mánudagur, 20. apríl 2009

Ég á við smá vandamál að stríða.

Í gærkvöldi tók ég þátt í pókermóti heima hjá Guggi, eitthvað sem ég geri aðra hverja helgi, ca.

Það sem var óvenjulegt þetta kvöldið var sigur minn og á ég nú varla aura minna tal. Vinningurinn var greiddur út samstundis í reiðufé og ég stakk honum í buxnavasana.

Sem færir mig að vandamáli mínu; ég þarf buxur með stærri vasa og/eða fleiri vasa þar sem þeir eru troðfullir af peningum núna. En til að eignast þær þarf ég að eyða vinningnum úr pókernum, þannig að ég myndi ekki þurfa nýjar buxur með stærri/fleiri vösum.

Þetta er erfitt líf.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.