Það sem kemur mér mest á óvart varðandi flutningana sem þarf að vera búið að ljúka á mánudaginn, er að þeir er bara mjög auðveldir og skemmtilegir.
Uppáhaldshluti flutninganna er að liggja og horfa á sjónvarpið. Ég fer að verða búinn með þann hluta. Næsti hluti felst í að flytja drasl á milli húsa og þrífa. Það verður vonandi jafn skemmtilegt og fyrsti hlutinn. Ég byrja á því á morgun.
Allir eru velkomnir að hjálpa, þó ég efist um að nokkur gangi að því frábæra tilboði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.