Það gleður mig að tilkynna að nýtt útlit er komið á Arthúrssíðuna. Ekki nóg með það heldur hefur verið opnað fyrir athugasemdakerfið aftur. Og það er ekki allt. Athugasemdakerfið hefur verið íslenskað af virtum vísindamönnum í íslensku. En bíðið. Það er meira! Nú er hægt að panta boli og bolla aftur, með hvaða strípu sem er á mjög slæmu verði!
Fljótlega mun Arthúr svo verða búinn til í mannformi. Til þess þarf þó kvenmann til að ganga með afkvæmið og þá sennilega karlmann til að geta það. MannArthúr, eins og hann mun heita, verður í boði Kaupþings, ef samningaviðræður ganga eftir.
Allavega, kíkið hér og kommentið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.