laugardagur, 1. júlí 2006

Í fyrradag flaug ég til Reykjavíkur bæði til að taka því rólega með Soffíu í Reykjavík og til að ná í bílinn minn sem er af gerðinni Peugeot Présence 206, ber heitið Lalli og er ljón.

Allavega, í gær var Lalli keyrður norðurleiðina með fullan bíl af dóti sem flytja þurfti austur auk mín og Soffíu. Hér er það merkilega: Lalli komst yfir allt landið á aðeins 40 lítrum af bensíni.

Gamli bíllinn minn tók ca 70 lítra í svona ferð. Þá reiknum við:

70 lítrar - 40 lítrar = 30 lítrar í sparnað.
30 lítrar * 124 krónur lítrinn = 3.720 króna sparnaður í einni ferð yfir landið.

Mér reiknast enn fremur að ég þurfi ekki að keyra nema um 81 hringi í kringum landið til að það borgi sig fyrir mig að hafa keypt þennan nýja bíl.

Síðastliðið ár hef ég keyrt 5 sinnum í kringum landið. Eftir 16 ár verður því bíllinn búinn að borga sig, ef aðeins er litið til aksturs í kringum landið og ef ég tek 5 hringi á ári að meðaltali. Lalli, þú ert hetja!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.