þriðjudagur, 10. janúar 2006

Í gær fór ég í klippingu. Ég veit ekki hvernig á að orða þetta öðruvísi en að í stólnum hafi ég verið gróflega misnotaður. Ráðist var gegn karlmennsku minni á mjög grófan hátt og gert lítið úr mér svo allir sáu til. Sú gríðarmikla vinna við að gera sjálfan mig að því karlmenni sem ég taldi mig vera er fyrir bí. Aldrei aftur mun ég líta sjálfan mig sömu augum. Aldrei aftur mun ég getað greitt fallega hárinu mínu án þess að hugsa um þetta atvik.

Hárgreiðsludaman notaði sléttujárn í hárið á mér!

Ég ætla að halda áfram að kasta upp.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.