þriðjudagur, 15. mars 2005



Ray Charles eða Jamie Fox?


Fyrir rúmri viku sá ég myndina Ray með pabba en hún fjallar um stórmennið staurblinda Ray Charles sem einhvernveginn náði að verða heimsfrægur og rúmlega það fyrir einstaka tónlistarhæfileika og skemmtilega framkomu. Jamie Foxx fer með aðalhlutverkið en hann er einna frægastur fyrir skemmtilega túlkun á hinum stórbrotna Bunz í Booty Call.

Eins og allar sannsögulegar myndir er hún býsna súr á köflum og því skreytt geri ég ráð fyrir. Leikurinn er mjög góður hjá Jamie Foxx og öðrum sem koma fram í myndinni. Það breytir þó ekki því að þetta er sannsöguleg mynd og því aðeins of óáhugaverð.

Tvær og hálfa stjörnu af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.