þriðjudagur, 15. mars 2005

Þegar ummæli á hárgreiðsluna hvern dag eru fleiri en ummæli varðandi mánaðarlegan pistil sem ég skrifa fyrir austurgluggann þá veit maður að eitthvað er verið að gera vitlaust.

Ég hef þó fengið eftirfarandi ummæli á pistilinn:
"Jahá"
"já.....sniðugt"
"góður, punktur?"
að ógleymdu "ha?".

Ástæður fyrir þessu geta verið ýmislegar. T.d. léleg markaðssetningu á blaðinu og lítill lestur í framhaldi af því. Einnig getur hárgreiðsla mín verið það stórkostleg að hún yfirgnæfi alla heimsins ritlist. Það kemur hinsvegar ekki til greina að pistlarnir séu ömurlegir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.