föstudagur, 7. nóvember 2003

Rétt í þessu var ég að bæta metið í að vera enginn (enska = nobody). Ég kíkti á netsíðuna mína til að lesa um hvað ég skrifaði í rithamnum í gærkvöldi. Þegar mér var litið hægra megin í hlekkina og ætlaði mér að smella á gestabókina sá ég online töluna (talan fyrir neðan gestabókina) og hún var núll. Það var semsagt enginn að skoða síðuna að mér meðtöldum.
Metið í að vera enginn hef ég átt hingað til en það var að ennþá hefur ekki nokkur kvenmaður haldið hurð opinni fyrir mig hérna í háskólanum, þrátt fyrir að ég sé næstur á eftir þeim í gegn. Í vikunni til dæmis kom ég með lúkur fullar af skóladóti á eftir þremur stelpum sem, þegar ég hugsa betur út í það, ég held að hafi togað hurðina á eftir sér til að loka á mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.