föstudagur, 7. nóvember 2003

Munið þið eftir Bob Goldthwait úr Police Academy myndunum? Þessi sem réði illa við röddina og var mjög sérstakur í alla staði? Ég sá hann í kvöld þegar ég horfði á CSI. Var búinn að horfa á allan þáttinn þar sem hann lék stórt hlutverk án þess að átta mig. Hann talaði eðlilega nema rétt undir blálokin þegar hann missti röddina aðeins of hátt. Þá stökk ég á fætur og öskraði upp yfir mig "BOB? BOB GOLDTHWAIT?" án viðbragða viðstaddra (Gústi var þarna og sofandi). Ég get þó huggað mig við það í kvöld þegar ég fer að sofa að þrátt fyrir að heimurinn sé á leið til helvítis þá lifir Bob Goldthwaith, ekki bara í minningunni heldur líka á sjónvarpsskjánum, sem kaldhæðnislega er besti vinur minn þessa dagana.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.