fimmtudagur, 6. nóvember 2003

Ef einhver kennari eða yfirmaður tilkynnir ykkur að nú eigið þið að vinna í bókhaldsforritinu Navision þá mæli ég með því að þið stökkvið út um gluggann frekar. Ég hef nú eytt tveimur tímum í þetta óaðgengilega, óskýra, bjánalega og illa gerða forrit á milli þess sem ég reyni að hemja mig frá því að brjóta skjáinn. Þvílíkt og annað eins rusl! Og svo er þetta notað í flestum fyrirtækjum landsins. Fólk er fífl en þó aðallega hálfvitinn sem hannaði þetta. Í þessu eru endalausir smágallar sem geta gert sallarólega endurskoðendur að blóðþyrstum fjöldamorðingjum á nokkrum mínútum.

Þessi færsla var í boði navision.is. (Ekki hika við að hafa samband við mig hér ef þið viljið bjóðast til að styrkja einhverjar færslur)

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.