fimmtudagur, 20. nóvember 2003

Á mánudaginn er mitt fyrsta lokapróf í Háskóla Reykjavíkur. Það er í stærðfræði og tel ég mjög líklegt að ég nái þeim áfanga með góða einkunn. Ég er þó ekki byrjaður að læra þar sem ég frétti í gær að ég á að vera búin að lesa bók fyrir aðferðafræðitíma í fyrramálið. Lokaprófið mitt verður svo 8. desember og lokaverkefni í aðferðafræði 12. desember. Þá taka við jólainnkaup og ferð mín austur, hvernig sem ég kemst þangað og loks 17. desember hef ég jólaafleysingu á Heilsugæslunni á Egilsstöðum. Það gleður mig að hafa tíma minn næsta mánuðinn algjörlega bundinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.