fimmtudagur, 20. nóvember 2003

Við getum öll verið sammála um að kvenmenn séu slæmir bílstjórar. Þær eru vanhæfar til að bakka í stæði og eiga erfitt með að einbeita sér að því einu að keyra. Því stærri sem bifreiðin er sem þær keyra, því mun meiri hætta er á ferðum. Það var einmitt í dag sem ég tók strætó, að ég hélt, í síðasta skipti þegar ég tók eftir að hafði gengið framhjá kvenkyns strætóbílstýru þegar ég sýndi græna kortið mitt. Eftir að afturendinn á strætóbifreiðinni lyftist upp á gangstétt í einni beygjunni var ekkert skrítið að ég hrópað „Við deyjum öll!“ þegar strætóbílstýran snarhemlaði við eina stoppistöðina þegar hún sá of seint að þar beið enn eitt fórnarlambið með grænt kort.
Það er því bærilegt spennufall í gangi þessa stundina og því afsakið þið vonandi að engin hnyttin endasetning sé hér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.